Kæru félagar!
Minnum á haustdagskrá félagsins.
„SEXUALITET OG SAMLIV“
Fyrsti fræðslufundur haustsins verður haldinn 27. október næstkomandi. Umfjöllunarefnið er „SEXUALITET OG SAMLIV“ séð með augum Norðmanna í gegn um gleraugu Karls Marinóssonar og Þuríðar Hjálmtýsdóttur. Fundurinn verður haldinn kl. 16.30 – 18.30 í húsakynnum BHM, Borgartúni 6.
Löggildingarmál félagsmanna!
Löggildingarmál félagsmanna verða rædd á fundi þann 24 nóvember næstkomandi kl. 16.30 – 18.30 í húsakynnum BHM, Borgartúni 6. Ræddar verða hugmyndir að starfsheiti og tekin saman niðurstaða af vinnu málsins hingað til.
Jólafundur félagsins!
Jólafundurinn verður haldinn með húllum hæ og skemmtilegu innleggi frá Annettu A. Ingimundardóttur þann 9 desember næstkomandi kl. 16.30 – 18.30 í húsakynnum BHM, Borgartúni 6. Höfugur mjöður verður á boðstólnum og skálað fyrir jólum.