Fjölskyldumeðferð er rótgróin og gagnreynd viðtalsmeðferð. Ýmist er unnið með einstaklinga, hjón/pör, mismunandi hluta af fjölskyldunni eða alla fjölskylduna í heild sinni. Mikil þekking hefur skapast á þessu fræðasviði undanfarna áratugi.
Félag fagfólks í fjölskyldumeðferð vill stuðla að því að þessu meðferðarformi verði gert hærra undir höfði á Íslandi. Hið opinbera þarf að niðurgreiða þessa þjónustu rétt eins og sálfræðiþjónustu eða aðra heilbrigðisþjónustu.