Fundur um stöðu löggildingarferlis
Ágæta félagsfólk í Félagi fagfólks í fjölskyldumeðferð.
Fimmtudaginn 2. mars n.k. stendur félagið fyrir kynningar- og stöðufundi varðandi löggildingarmál okkar. Fundurinn verður haldinn í Borgartúni 6, 3. hæð, kl. 16:30-18:30. Löggildingarhópur félagsins fer yfir stöðu málsins. Við munum líka ræða starfsheiti sem hæfir löggildingu.
Biðjum ykkur um að tilkynna þátttöku til að auðvelda okkar að skipuleggja veitingar.
Viljum ennfremur minna á norrænu ráðstefnuna okkar 31. maí -3. júní n.k. í Reykjavík. Skráning er hafin. Allar upplýsingar vegna skráningar og um efni ráðstefnunnar má finna á:
http://nordiskcongress2017ice.is/
Þeir sem eru með vinnustofu (workshop) þurfa að skrá sig á ráðstefnuna, en í heild eru núna komnar um 50 vinnustofur. Þeir sem eru félagsmenn í BHM félögum, svo sem Fræðagarði, Sálfræðingafélagi Íslands, Félagsráðgjafafélagi Íslands geta sótt um styrk til að dekka kostnað vegna þátttöku á ráðstefnunni í Starfsmenntunarsjóð BHM, sem veitir styrk annað hvert ár um á rúmlega kr. 100.000 og Starfsþróunarsetur háskólamanna, sem veitir styrk til sí- og endurmenntunar annað hvert ár fyrir allt að kr. 370.000. Hvetjum ykkur til að skrá ykkur sem fyrst, en upplýsingar um styrkina má finna á: http://www.bhm.is/styrkir-og-sjodir/
Norræna ráðstefnan er þverfagleg og við bjóðum velkomnar samstarfsstéttir okkar sem vinna að framgangi fjölskyldustefnu og eru með velferðarmál fjölskyldna á sinni könnu.