Fjölskyldufræðingafélag Íslands hefur óskað eftir fundi með heilbrigðisráðherra. Það er gleðilegt að segja frá því að aðstoðarmaður ráðherra hefur þegar móttekið erindið og stefnt er að fundi þegar nær dregur hausti. Tilgangur fundarins er að kynna fjölskyldumeðferð og fjölbreytt starfssvið fjölskyldufræðinga. Auk þess verður bent á brýna þörf og mikilvægi þess að auka stöðugildi fjölskyldufræðinga hjá þeim opinberu stofnunum sem þjónusta fjölskyldur. Hér má t.d. telja upp ýmsar heilbrigðisstofnanir eins og sjúkrahús, heilsugæslur og hjúkrunar- og dvalarheimili. Þá verður minnst á nauðsyn þess að hið opinbera niðurgreiði þjónustu sjálfstætt starfandi fjölskyldufræðinga. Einnig mun væntanleg umsókn FFFÍ um löggildingu sem heilbrigðisstétt verða kynnt ráðherra.